Öryrkjabandalagið hneykslast á Hæstarétti

Öryrkjabandalagið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem óánægju er …
Öryrkjabandalagið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem óánægju er lýst. mbl.is/Ómar Óskarsson

Öryrkjabandalag Íslands hefur sent frá sér tilkynningu þar sem lýst er óánægju og hneykslan með að Hæstiréttur hafi hafnað því að taka fyrir mál Jakubs Polkowski sem missti hús sitt á nauðungaruppboði fyrir 3 milljónir króna. Húsið var selt stuttu síðar á 78 milljónir króna.

Polowski kærði málið en tapaði því og var gert að greiða Sæstjörnunni ehf, sem málsóknin beindist að, 1,1 milljón króna „til þess eins að halda áfram dómsmáli sem Jakub hefur höfðað gegn félaginu, Reykjanesbæ og íslenska ríkinu,“ segir í tilkynningu.

Sorglegt dæmi

„Málið allt er sorglegt dæmi um það hvernig íslenskt réttarkerfi gerir ekki ráð fyrir fötluðu fólki, gætir ekki að hagsmunum þess og veitir ekkert svigrúm til þess að fatlað fólk geti fengið úrlausn um réttindi sín. Málið sýnir fram á mikilvægi þess að lögfesta Samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks svo að fatlað fólk eigi raunhæfa möguleika á þátttöku í íslensku samfélagi til jafns við aðra.

ÖBÍ réttindasamtök munu greiða málskostnaðartrygginguna fyrir hönd Jakubs. ÖBÍ styður málsókn Jakubs,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »