Fylkingar berjast á banaspjót á Gasasvæðinu

Hamasliðar í Palestínu.
Hamasliðar í Palestínu. AFP/Eyad Baba

Hörð valdabarátta geisar nú á hinu stríðshrjáða Gasasvæði. Ýmsir hópar reyna að ná undirtökum á svæðinu og hefur tangarhald Hamas-samtakanna á svæðinu rofnað þó að samtökin fari að nafninu til enn með stjórn þar. Nær öll yfirstjórn samtakanna hefur fallið í átökum þeirra við Ísrael.

Eins konar valdatóm hefur því myndast á þessu en á meðal þeirra sem keppa nú um völd og áhrif á svæðinu eru ýmsir ættbálkar, glæpagengi og vígahreyfingar og hafa þau með átökum sínum svo gott sem skipt Gasasvæðinu upp í nokkur minni smáríki.

Þó að ítök Hamas hafi minnkað eru þó enn ýmis svæði á valdi samtakanna, hlutar Gasasvæðisins og úthverfin Jabaliya og Shujaiya.

Hart barist um nauðsynjavörur

Í frétt Guardian segir að harðir bardagar hafi fyrst brotist út milli Hamas-liða og annarra vígahópa í tengslum við útdeilingu mataraðstoðar í kjölfar þess að Ísraelsmenn lokuðu fyrir alla hjálparaðstoð inn á svæðið fyrr á þessu ári.

Þegar til slíkra átaka hefur komið hefur ísraelski herinn gjarnan blandað sér í málin. Sem dæmi létust þó nokkrir liðsmenn lögreglusveita Hamas í síðustu viku þegar ísraelski herinn gerði loftárás á bæinn Deir al-Balah á Gasa en þar höfðu sveitir Hamas lagt hald á matarbirgðir sem skæruleiðasveitir höfðu stolið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »