Ein helsta hættan fyrir alþjóðasamfélagið

Frakklandsforseti telur aukna hættu á að Íran muni leynilega auðga …
Frakklandsforseti telur aukna hættu á að Íran muni leynilega auðga úrani í kjölfar árása Ísraels og Bandaríkjanna. AFP/Odd Andersen

Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir aukna hættu vera á að Íran muni leynilega auðga úrani í kjölfar árása Ísraels og Bandaríkjanna á kjarnorkuinnviði Írans.

Þá telur Frakklandsforseti hættuna hafa aukist vegna atburða síðustu vikna og segir það vera eina helstu áhættu fyrir svæðið og alþjóðasamfélagið.

„Við verðum að koma í veg fyrir að Íran fari þessa leið,“ segir Macron jafnframt.

Rúm vika er liðin síðan Ísra­els­menn hófu árás­ir á kjarn­orku- og hernaðar­innviði Írana. Talið er að Íran­ir séu að auðga úran í þeim til­gangi að koma sér upp kjarn­orku­vopn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
OSZAR »