Ísraelsher gerði árásir af fordæmalausum þunga á skotmörk í Íran í morgun, að sögn varnarmálaráðherra Ísraels, Israel Katz.
Katz skrifaði á samfélagsmiðilinn X að skotmörkin hefðu verið Evin-fangelsið sem og stjórnstöðvar Basij-hersveitanna og hins öfluga íranska byltingarvarðar í hjarta höfuðborgarinnar Teheran.
Evin-fangelsið hefur gjarnan verið notað til að hýsa erlenda ríkisborgara sem mannréttindasamtök hafa skilgreint sem pólitíska fanga.
Talið er að Íranir hafi í haldi um 20 evrópska ríkisborgara en mál margra þeirra hafa aldrei verið gerð opinber.
Fangelsið er mjög stórt og kirfilega víggirt mannvirki í norðurhluta Teheran. Það er alræmt í huga aðgerðasinna fyrir meint mannréttindabrot.