Minnst 20 manns hafa látið lífið eftir sjálfsmorðsárás í kirkju í Sýrlandi fyrr í dag. 52 eru særðir.
Sýrlensk yfirvöld segja árásarmanninn tilheyra hryðjuverkasamtökunum sem kennd eru við Íslamskt ríki (ISIS).
Samkvæmt sýrlenskum ríkismiðlum sprengdi árásarmaðurinn sprengjubelti sitt inni í Saint Elias-kirkju í Damaskus.
Samkvæmt heimildarmönnum AFP er kirkjan í rúst og viðarbrot úr henni liggja á víð og dreif um svæðið ásamt líkneskjum og blóðpollum.
Uppfært klukkan 18.19:
Heilbrigðisráðuneyti Sýrlands hefur uppfært tölu látinna í 20, og segir að 52 séu þar að auki særðir. Í fyrstu fréttum af árásinni kom fram að 15 hefðu látist.